Select Page

Long Ráðgjöf

Long ráðgjöf er meðferðarstofa Elísabetar Valdimarsdóttur Long en Elísabet hefur yfir 25 ára reynslu af ráðgjöf, kennslu og meðferðarstarfi.

Sérstakar áherslur: Almenn einstaklings- og pararáðgjöf. Áfengis- og fíknivandi og aðstandendur þeirra. Sjálfstyrking og jákvætt hugarfar.

Meira um menntun og reynslu

Elísabet hefur alþjóðlega viðurkennd réttindum sem Einstaklings- og Pararáðgjafi, IC&RC The International Certification & Reciprocity Consortium,
Elísabet hefur yfir 20 ára reynslu af ráðgjöf, kennslu og meðferðarstarfi margskonar. Hún hefur kennt og haldið námskeið og fyrirlestra við skóla, stofnanir og félagasamtök á Íslandi og í Noregi, í hópum og einkatímum.

Elísabet hefur alþjóðlega viðurkennd réttindi til Áfengis- og Fíkniráðgjafar (Alcohol & Other Drug Abuse Counselor AODA) frá IC&RC.
Í náminu var meðal annars lögð áhersla á grunnþekkingu á alkóhólisma og fíkn í önnur efni en áfengi og færni í að meta skjólstæðing. Ráðgjöf (einstaklings-, hóp- og fjölskylduráðgjöf) og tækni til inngripa. Meðferðarstjórnun, Inngripatækni í áföllum og samtalstækni.
Ennfremur hefur Elísabet haldið og skipulagt mörg námskeið og ráðstefnur tengdt málefninu.

Hún hefur starfað í launuðu og sjálfboðaliðastörfum með fólki sem glímir við neysluvanda í áraraðir. Á einstaklingsgrundvelli, á meðferðastofnun og í fangelsum.

Elísabet er einnig Life Coach frá Profectus, ásamt mörgum tengdum námsskeiðum og fyrirlestraröðum, eins og t.d. Áföll og Ofbeldi-orsakir og afleiðingar.
Þar að auki er Elísabet Félagsliði og með réttindi sem Waldorf Grunnskólakennari, en í þeirri uppeldisstefnu er lögð mikil áhersla á andlegt þroskaskeið mannsins og hvernig gott sé að styrkja einstaklinginn til þroska.
Elísabet hefur einnig sótt margar ráðstefnur og fræðslufundi um alkóhólisma og aðra fíknihegðun, afleiðingar þess á einstaklinginn sjálfan og aðstandendur hans.
Elísabet er móðir fjögurra drengja og hefur búið á Íslandi, Noregi og í Svíþjóð.

Sérstakar áherslur eru: 

  • Almenn einstaklings- og pararáðgjöf.
  • Áfengis- & fíknivandi og aðstandendur þeirra.
  • Sjálfstyrking og jákvætt hugarfar.
  • Hvetjandi og styrkjandi barnauppeldi.

Einstaklingsmeðferðir, paratímar, námskeið, fræðsla og fyrirlestrar

.

Elísabet V. Long

Elísabet V. Long

Löggildur meðferðaraðili

Almenn samtalsmeðferð

Hjá Long Ráðgjöf er veitt samtalsmeðferð fyrir einstaklinga og pör. Umræðuefnin geta verið mismunandi, t.d. sjálfsstyrking, samskiptavandi eða uppeldisráðgjöf. Sérstaklega hefur Elísabet sérhæft sig í afleiðingum meðvirkni, fíkniráðgjöf og sjálfstyrkingu hverskonar.

Þjónusta Long ráðgjafar er ávallt notendamiðuð og gengið út frá því að hver einstaklingur sé sérfræðingur í sjálfum sér og eigin lífi.

Þá er það hlutverk ráðgjafans að vera einstaklingi til stuðnings á meðan hann finnur hvort leiðir hans eru gagnlegar eða ekki – og finna nýjar sem nýtast betur þegar það á við.

Áfengis og fíknivandi

Fíkn er þegar einstaklingur ánetjast efni eða ákveðinni hegðun þannig það hafi áhrif á daglegar athafnir og hugsanir t.d. vinnu, sambönd eða heilsu. 

Fíkn þróast yfirleitt smám saman og hefur oftast neikvæð áhrif geðlega, andlega, tilfinningalega, félagslega og líkamlega.

Þegar talað er um fíkn beinist athyglin yfirleitt að vímuefnafíkn, en fíkn má einnig skilgreina með víðari hætti sem ákveðið hegðunarmynstur, áráttukennda endurtekningu á athæfi sem einstaklingurinn telur sig knúinn til þess að framkvæma þrátt fyrir neikvæð áhrif á heilsufar, líf hans og störf, og nær þá hugtakið yfir matarfíkn, spilafíkn, tölvufíkn, o.s.frv.

K-markþjálfun

,,Kvenna-Markþjálfun“ er sérsvið Long Ráðgjafar og sérstaklega hannað af Elísabetu sjálfri, eftir áralanga vinnu með konum á öllum aldri.

K-Markþjálfun er hnitmiðuð þjálfun fyrir konur á öllum aldri sem sækjast eftir því að ná einhverju ákveðnu markmiði.

Þessi gerð af þjálfun inniheldur regluleg viðtöl og kallar á endurröðun viðhorfa, gilda og hegðunar hjá þeim sem þjálfunin er beint að.

Þjálfunin hjálpar við að ná persónulegum markmiðum og að byggja upp heilbrigðari lífsstíl.

Við finnum þá nálgun sem hentar þér